top of page

velkomin á hotel west

861A1503-2.jpg

Hotel WEST er lítið fjölskyldurekið HEILSÁRSHÓTEL og stendur það í miðju bænum á Patreksfirði, á sunnanverðum Vestfjörðum.

Byggingin sjálf á sér langa sögu og hýsti lengst af Kaupfélag Patreksfjarðar sem þjónustaði bæinn og sveitirnar í kring til margra ára  með helstu nauðsynjavörur.

 

Við opnuðum í maí 2014 eftir að hafa breytt húsinu í hótel. Með látlausri innanhúshönnin er lögð áhersla á alla þá náttúrufegurð landsins í kring.

 

Hótelið stendur í miðjum Patreksfirði en bærinn er vestasti bær Evrópu. Stutt er í sundlaugina og ekki langt að fara til að fá sér góðan mat. Tvær matvöruverslanir eru í bænum og einnig má finna þar apótek. Höfnin iðar af lífi á morgnana og aftur seinni part dags þegar bátarnir koma til hafnar með feng dagsins.

Það gleður okkur að taka á móti gestum frá öllum heimshornum sem vilja kanna þennan fallega hluta veraldar, Vestfirðina. Það gleður okkur að fá að vera hluti af ferðalaginu um sunnanverða Vestfirði og leggjum okkur fram við að gera dvölina ánægjulega. Við hvetjum því gesti okkar til að hóa í okkur í móttökunni ef þörf er á.

 

Morgunverðarsalurinn er á jarðhæð hótelsins og þar má einnig finna setustofu með sjónvarpi. Gestir geta látið fara vel um sig yfir morgunverði, eða spjalli með bolla eða drykk í annarri seinni part dagsins/um kvöldið og notið útsýnisins innan húss eða á pallinum (ef veður leyfir)

861A2987-2.jpg

okkur er annt um umhverfið

Við á Hotel WEST höfum skuldbundið okkur til að hugsa vel um umhverfið og viljum leggja okkar af mörkum svo að kynslóðir framtíðarinnar geti notið þess líka. Við gerum okkur grein fyrir að öll fyrirtæki hafa áhrif á umhverfið og samfélagið með starfsemi sinni og hótelið okkar er engin undantekning. Þess vegna höfum við sett upp umhverfisvæna stefnu fyrir Hotel WEST sem og viðskiptavini okkar.

Skuldbinding okkar við náttúruna er eftirfarandi:

861A3000-2.jpg
  • Forðumst að menga land, loft og vatn með því að draga úr úrgangi eins mikið og mögulegt er með endurvinnslu.

  • Við leggjum okkur fram við að versla í heimabyggð, ef mögulegt, til að styðja við atvinnulífið á staðnum og til að halda kolefnissporum í lágmarki.

  • Við þjálfum starfsfólk okkar og vekjum athygli gesta á skuldbindingu okkar við náttúruna og veitum upplýsingar um hvernig þeir geta verið þátttakendur.

  • Við viljum fækka kolefnissporum okkar og leita lausna til að gera það mögulegt í umverfi okkar.

  • Að vinna í samræmi við leiðbeiningar: Vakinn er  gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu.

móttakan

Matsalur-I.jpg

Við leitumst við að láta gestum líða eins og þeir séu heima hjá sér á Hótel WEST, þannig að vellíðan gesta okkar skiptir öllu máli. Starfsfólk okkar í móttökunni er reiðubúið til aðstoðar gesti okkar, hvort um er sé að ræða upplýsingar um veður eða færð á vegum, eða vegna bókana í ferðir eða annað skemmtilegt.  Við getum einnig aðstoðað við farangur og/eða geymslu á honum sé þess óskað. Hægt er að geyma verðmæti í læstri hirslu ef þörf krefur. Við getum bent á alla þá valmöguleika sem eru í boði sæki hungur að því nokkrir eru þeir veitingastaðirnir á Patró og í nærliggjandi bæjum. Verið ófeimin við að leita í móttökuna ef einhverjar spurningar vakna á meðan á dvöl stendur hjá okkur.

  • Auka koddi

  • Sæng

  • Hárþurrkari

  • Vekjaraklukka

  • Hleðslutæki

  • Og kannski eitthvað fleira, prófaðu að spyrja.

Í móttökunni er lítill bar fyrir gesti okkar. Þar er hægt að versla gosdrykki og áfenga drykki; léttvín og bjór. Drykkjanna má njóta uppi á herbergi, niðri í matsal/setustofu eða úti á palli eftir góðan dag.

Einnig má kaupa tannbursta, einnota rakvél og lítið sauma-kit í móttökunni.

 

Vinsamlegast athugið að engin sjónvörp eru á herbergjunum en þess í stað má finna sjónvarp í setustofunni á jarðhæð. 

bottom of page