top of page

HERBERGIN

Í heildina eru 18 herbergi í þessu sögufræga og nýuppgerða húsi, sem stendur í miðjum bænum á Patreksfirði.

Njóta má útsýnis út á fjörðinn fagra á annarri hlið hússins og til fjalls á hinni hlið þess.

Öll herbergin eru með sér baðherbergi með sturtu og er morgunverður innifalinn í gistingunni - einnig er kaffi og te inná herbergjunum

EINSTAKLINGSHERBERGI

Notaleg herbergi fyrir einn.

 

Notalegt herbergi ef þú vilt vera út af fyrir þig á ferðalaginu um Vestfirði. Þú hefur hlutina eins og þú vilt og rólegheitin ættu að veita þér góðan svefn og hvíld áður en haldið er út í næsta dag.

 • 10 fm

 • Baðherbergi með sturtu

 • Handklæðaofn

 • Uppábúið rúm

 • Fallegt útsýni

 • Frír netaðgangur

Single-I.jpg
Einstaklingsherbergi

HERBERGI FYRIR TVO - MINNI

Notaleg herbergi fyrir tvo.

 

Gestirnir okkar tala margir um hve gott sé að sofa í þessum herbergjum, því fátt er notalegra en að kúra undir súð.

 • 12 fm

 • Baðherbergi með sturtu

 • Handklæðaofn

 • Uppábúin rúm

 • Fallegt útsýni

 • Frír netaðgangur

Standard-II.jpg
Herbergi fyrir tvo - minni

HERBERGI FYRIR TVO - STÆRRI

Frábær fyrir 2 á ferðalagi um náttúru Vestfjarða.

Herbergin eru á aðalhæð hússins og er hægt að láta fara virkilega vel um sig í þeim. Eftir góðan næstursvefn og staðgóðan morgunverð bíður veröldin og ævintýrin eftir ykkur á nýjum degi.

 • 15 fm

 • Baðherbergi með sturtu

 • Handklæðaofn

 • Uppábúin rúm

 • Fallegt útsýni

 • Frír netaðgangur

861A2775-3.jpg
Herbergi fyrir tvo - stærri

fjölskylduherbergi

Þægilegur valmöguleiki fyrir fjölskylduna.

 

Fjölskylduherbergið er stærsta herbergið okkar. Í því er hjónarúm og koja fyrir tvo. Því fylgir sér verönd og einnig er mjög stutt í matsalinn þar sem morgunverðurinn bíður ykkar áður en haldið er út í daginn.

 • 24,5 fm

 • Tvöfalt rúm

 • Koja fyrir tvo

 • Baðherbergi með sturtu

 • Handklæðaofn

 • Uppábúin rúm

 • Fallegt útsýni

 • Frír netaðgangur

861A1441-2.jpg
Fjölskylduherbergi
bottom of page